Bóndabrauð, blómkálssúpa og dönsk súkkulaðikaka.

Ég ákvað að baka bóndabrauð í gær þar sem hugmyndin var að hafa blómkálssúpu í kvöldmatinn. Upphaflegu uppskriftina af brauðinu er hér http://opskrifterpåkager.dk/bondebrod/ en ég þurfti aðeins að breyta uppskriftinni að því að ég bý fyrir utan bæinn, var bíllaus og nennti ekki að hjóla í búðina. En það kom ekki að sök, brauðið er mjög gott.

Uppskrift fyrir 2 bóndabrauð.

600 gr. hveiti

200 gr. byggmjöli

100 gr. haframjöl

4 dl. kúltúrmjólk ( svipað og súrmjólk/ab mjólk )

1 tsk. salt

3 dl. volgt vatn ( ca. 40 gráður )

50 gr. þurrger ( 1 bréf )

1/2 dl. matarolíu

1 msk. sýróp

1 egg

Hitaði vatnið og setti mjólkina og oliuna saman við ásamt þurrgerinu og saltinu. Leyfði gerinu að leysast upp, setti restin af hráefninu út í. Hnoðaði saman og lét það lyfta sér í 40 mínútur. Hnoðaði það svo upp í 2 brauð og lét það lyfta sér í 30 mínútur. Brauðin setti ég svo í 170 gráðu heitan ofn í 30 mínútur.

Mjög gott brauð með súpunni en uppskriftina af henni fékk ég hér http://ljufmeti.com/2012/08/28/blomkalssupa/

Þar sem ég er að reyna að hafa kvöldkaffi hér flest kvöld þar sem unglingurinn hangir minna í ískápnum eftir að ég fór að hafa kaffi um klukkustund eftir mat þá skellti ég í eina súkkulaðiköku. Ég fékk uppskriftina af henni hér http://opskrifterpåkager.dk/fedtfattig-chokoladekage/.

Súkkulaðikaka

1 dl. sykur

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanillusykur

1 1/2 dl. hveiti

2 egg

3 msk. kakó

1/2 dl. léttmjólk

1/2 msk. brætt smjörlíki

Hrærði saman egg, sykur og vanillusykur þar til það var ljóst og létt. Setti restina af hráfefninu út í. Deigið setti ég reyndar bara í eitt tertuform, kakan var ekki þykk en hentaði vel í kvöldkaffi.

Þegar kakan var orðin köld setti ég glassúr ofan á og skreytti með smarties.

Eigið góðan dag

kv. Svana

20130704-132038.jpg

20130704-132047.jpg

20130704-132058.jpg

About svanabj

Bý í Noregi ásamt fjölskyldu minni. Hef gaman að því að baka, elda, skrifa, lesa og prjóna auk þess sem samveran við fjölskylduna er mikilvæg. Vinn í afleysingum á dagsetri fyrir eldri borgara, en mun hefja störf á leikskóla 1. ágúst.
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s